*Íslenska fyrir neðan

Roots and Wings is a Nordic conference on creative collaboration across linguistic and cultural boundaries.

Everyone has a story of their own, no matter where they come from. In a multicultural society it is up to all of us to weave these stories together and create new ones. 

Cultural and educational institutions play a key role, along with others in establishing a dialogue in the varied landscape of languages and culture. Since 2008, Reykjavík City Library has developed a vigorous programme of collaboration with organizations, institutions and individuals both in Iceland and abroad with diversity and creativity as their common features. 

To celebrate the ten years of these projects and mediate the experience gained, a Nordic conference will be held in Veröld – the Vigdís World Language Centre – on the 24th and 25th of May 2018. In addition to the projects of The Reykjavík City Library and its partners covering cultural and linguistic diversity within Reykjavík, three Nordic projects will be presented.

"The New Map of Iceland" made by The Women's Story Circle, one of the projects of the City Library that will be on the agenda at the conference.


The idea

The idea of the conference “Roots and Wings” is to shed light on what can be achieved by collaborating in a creative way that cuts across multiple divisions in society and on the library's role in a multicultural society. The aim is to inspire those who attend the conference, create new contacts and stimulate the development of more collaborative work in this area. 

As the largest of Reykjavík City’s cultural institutions, the City Library has created new paths with an extensive contact network, stimulating dialogue and bringing people together through the arts, languages and culture. 

Partners

The conference will be held in collaboration with the Nordic Council of Ministers, The Norwegian Cultural Council, The Icelandic Ministry of Education, Science and Culture, Vigdís World Language Centre and the Icelandic UNESCO Committee, and will form part of the joint Nordic project “Culture and Inclusion in the Nordic Countries”. 


Vigdís Finnbogadóttir, former president of Iceland and UNESCO Goodwill Ambassador for languages and Eliza Reid, First Lady of Iceland will be among the speakers.


We hope to see as many as possible. Everybody is welcome!

Conference languages: Icelandic and English.
Moderator: Eva María Jónsdóttir

Information about registration here.

You can also follow the event on Facebook.

*

Rætur og vængir er norræn ráðstefna um skapandi samstarf þvert á landamæri tungumála og menningar.


Allir eiga sína sögu hvaðan sem þeir koma. Í fjölmenningarlegu samfélagi er það sameiginlegt verkefni okkar allra að flétta saman þessar sögur og skapa nýjar. 

Menningar- og menntastofnanir í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að skapa samtal í fjölbreyttu landslagi tungumála og menningar.  Frá árinu 2008 hefur Borgarbókasafnið þróað öflugt fjölmenningarstarf sem byggir á þverfaglegu samstarfi við félög, stofnanir og einstaklinga, innanlands sem utan. Fjöldi verkefna hefur orðið til á þessum árum sem einkennast öll af fjölbreyttu og skapandi starfi. 

Til að fagna þessum 10 ára áfanga og miðla reynslunni verður haldin norræn ráðstefna í Veröld – húsi Vigdísar, 24. og 25. maí 2018. Auk fjölmenningarlegra verkefna Borgarbókasafnsins og samstarfsaðila verða þrjú norræn verkefni kynnt. 

Hugmyndin

Tilgangur ráðstefnunnar er að sýna fram á hversu miklum árangri má ná með fjölbreyttu skapandi samstarfi sem nær þvert yfir samfélagið allt. Hugmyndin er einnig að varpa ljósi á hlutverk bókasafna í fjölmenningarlegu samfélagi, skapa ný tengsl og hvetja til þróunar fleiri samstarfsverkefna á þessu sviði. 

Sem stærsta menningarstofnun Reykjavíkurborgar hefur Borgarbókasafnið verið í fararbroddi á sviði fjölmenningar með umfangsmiklu tengslaneti og með því að skapa samræður og að sameina íbúa í Reykjavík í gegnum listir, tungumál og menningu. 

Samstarfsaðilar

Ráðstefnan er á vegum Borgarbókasafnsins og er haldin í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina, Norska menningarráðið, Vigdísarstofnun, mennta – og menningarmálaráðuneytið og íslensku UNESCO nefndina og er hluti af samnorræna verkefninu “Inkluderende kulturliv i Norden”.

Meðal þeirra sem koma fram eru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti og velgjörðarsendiherra tungumála á vegum UNESCO- menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Eliza Reid, forsetafrú.

Við vonumst til að sjá sem allra flesta. Allir eru velkomnir!


Ráðstefnutungumál: Íslenska og enska

Ráðstefnustjóri: Eva María Jónsdóttir

Upplýsingar um skráningu hér.
Hægt er að fylgjast með viðburðinum á Facebook.

This website uses cookies. By continuing to browse you agree to this and Conferize's terms of service.